Reykjavík, 4. september 2019

Næsta námskeið verður í Reykjavík, miðvikudaginn 4.september. Það er ætlað aðstandendum barna sem fengið hafa frumgreiningu/grun um/eða greiningu á einhverfurófi. Námskeiðið er eina kvöldstund og fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4, 3.hæð. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 17 og stendur yfir til um kl 22. Boðið verður upp á léttan kvöldverð og kaffi. Skráðu þig hér!

Hvenær er næsta námskeið?

Félagið stendur fyrir kvöldnámskeiðum fyrir foreldra og aðstandendur einhverfra barna. Viltu fá að vita þegar við opnum á skráningu á næsta námskeið? Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita um leið.