Lífið er blátt á mismunandi hátt

Birtingarmyndir einhverfu eru afar ólíkar. Það eru engir tveir einhverfir eins.

Hvað er einhverfa?

Það er frábær spurning sem er þó ekki svo auðvelt að svara. Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og stundum áráttukenndri hegðun. Einhverfa er fötlun en ekki sjúkdómur.

Hér að neðan má finna nokkur myndbönd sem útskýra einhverfu, tengla á ýmsar góðar vefsíður sem veita fræðslu og upplýsingar um einhverfu, sem og ábendingar um bækur sem eru aðgengilegar á bókasöfnum og bókaverslunum hér á landi.

Félagasamtök

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (vefsíða)

 • Gegnir (oftast) hlutverki greiningaraðila og er ráðgefandi aðili í þjálfun á leikskóla- og grunnskólastigi

Einhverfusamtökin (vefsíða)

 • Gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki. Eitt meginverkefnið er hagsmunagæsla fyrir einhverfa og einhverfusamfélagið.
 • Halda úti foreldrakvöldum þar sem foreldrar geta hist og rætt málin.
 • Standa fyrir hópastarfi ætlað ungmennum með einhverfu.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (vefsíða)

 • Veita umfangsmikla þjónustu fyrir einhverfa í gegnum Æfingastöðina (gegn læknisvottorði), t.d. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, félagsþjálfun o.fl.
 • Rekstur á sumarbúðum og helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni (8-21 árs) í Reykjadal í Mosfellsbæ

Sjónarhóll (vefsíða)

 • Veita m.a. ókeypis ráðgjöf og aðstoð fyrir foreldra barna með sérþarfir (einhverfa þar á meðal), t.d. í samskiptum við skólastofnanir og sveitarfélög

Specialisterne á Íslandi (vefsíða)

 • Stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi

Systkinasmiðjan (vefsíða)

 • Standa m.a. fyrir námskeið fyrir systkini barna með sérþarfir

Ég er Unik (vefsíða)

 • Hægt að stilla upp persónulegum bókum um barnið fyrir aðstandendur, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og aðra sem ungangast barnið – jafnvel barnið sjálft.

Bækur

Fræðibækur

 • Litróf einhverfunnar – Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundssen
 • Bókin um einhverfu – spurt og svarað – Jhoanna S. Robledo
 • Uniquely Human – Barry M. Prizant
 • Önnur skynjun – ólík veröld – Jarþrúður Þórhallsdóttir
 • Félagshæfnisögur – Bryndís Sumarliðadóttir
 • Baráttan fyrir börnin – reynslusaga móður – Karen Kristín Ralston
 • Aspergerheilkenni – Kari Steindal
 • Síðasta innsiglið úr heimi einhverfra – Þorsteinn Antonsson
 • Keys to parenting the child with autism – Marlene Targ Brill
 • 10 Things Every Child with Autism Wishes You Knew – Ellen Notbohm

Skáldsögur

 • My Brother Sammy – Becky Edwards
 • Furðulegt háttalag hunds um nótt – Mark Haddon (einnig til á ensku)
 • Reglur hússins – Jodi Picoult
 • The Rosie Project – Graeme Simsion (einnig til á íslensku)
 • The Rosie Effect – Graeme Simsion

Ævisögur

 • Frík, nördar og aspergersheilkenni – Luke Jackson
 • Hér leynist drengur – sem braust út úr skel sinni – Judy Barron
 • Dyr opnast – frá einangrun til doktorsnafnbótar – Temple Grandin
 • Sá einhverfi og við hin – Jóna Ágústa Gísladóttir
 • The Reason I Jump – Naoki Higashida
 • Kæri Gabríel – bréf – Halfdan W. Freihow
 • Autism Breakthrough – Raun K. Kaufman
 • Minn einhverfi stórhugur – Brynjar Karl Birgisson

Myndbönd um einhverfu

Hér má sjá nokkur góð myndbönd sem nota má til að útskýra einhverfu fyrir börnum – og reyndar hverjum sem er ef því er að skipta. Þessi myndbönd nálgast viðfangsefnin á ólíkan hátt en hafa þó öll þann tilgang að fræða og útskýra einhverfu.