Það er frábær spurning sem er þó ekki svo auðvelt að svara. Einhverfa er röskun í taugaþroska og einkennin birtast helst í skertri getu til að tjá sig, félagslegu samspili og stundum áráttukenndri hegðun. Einhverfa er fötlun en ekki sjúkdómur.
Hér að neðan má finna nokkur myndbönd sem útskýra einhverfu, tengla á ýmsar góðar vefsíður sem veita fræðslu og upplýsingar um einhverfu, sem og ábendingar um bækur sem eru aðgengilegar á bókasöfnum og bókaverslunum hér á landi.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (vefsíða)
Einhverfusamtökin (vefsíða)
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (vefsíða)
Sjónarhóll (vefsíða)
Specialisterne á Íslandi (vefsíða)
Systkinasmiðjan (vefsíða)
Ég er Unik (vefsíða)
Fræðibækur
Skáldsögur
Ævisögur
Hér má sjá nokkur góð myndbönd sem nota má til að útskýra einhverfu fyrir börnum – og reyndar hverjum sem er ef því er að skipta. Þessi myndbönd nálgast viðfangsefnin á ólíkan hátt en hafa þó öll þann tilgang að fræða og útskýra einhverfu.