Þann 27. apríl 2020 færði Blár apríl Arnarskóla eina milljón króna að styrk. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálráðherra ásamt starfsfólki, nemendum úr Arnaskóla og stjórn Blás apríls voru viðstödd afendinguna. Nemendur sýndu gestum skólalóðina en styrkurinn fer í uppbyggingu á henni.
Vanalega stendur félagið fyrir viðburðum í apríl til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi en í samkomubanni var ekki margt í boði. Tekin var ákvörðun um að velja eitt verkefni til að styrkja og varð Arnarskóli fyrir valinu.
Arnarskóli er skólaþjónusta fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik á grunnskólaaldri. Skólinn er mikilvæg viðbót við skólakerfið á Íslandi og þar er sérhæfð þjónusta í boði fyrir hóp fatlaðra barna. Arnarskóli er í húsnæði sem byggt var fyrir fötluð börn og nýtist skólanum sérstaklega vel. Nú þegar hefur mikið verið lagt í að aðlaga húsnæðið enn betur að starfseminni og stendur til að fjárfesta í skólalóðinni þar sem styrkurinn kemur að góðum notum.