Blái dagurinn 2018

Föstudaginn 6. apríl 2018 var Blái dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Þá klæddist fólk um allt land bláum fötum og vakti þannig athygli á góðum málstað. Þá var teiknimyndin um hana Maríu frumsýnd, en hana má sjá hér að ofan.

aur

Styrktartónleikar

Að kvöldi bláa dagsins var heljarinnar tónlistarveisla í Gamla bíó.

 

Gamla bíó, Kristall og Midi.is sameinuðust um að tryggja að allar tekjur af miðasölu runnu óskiptar til málefnisins. Auk þess styrkti Aur félagið um 500 krónur fyrir hvern miða sem greitt er fyrir með Aur.

 

Við þökkum tónlistarfólkinu, styrktaraðilum og öllum sem mættu og nutu kvöldsins með okkur.

 

Takk fyrir!

„Það eru engir tveir eins“

Þetta er Dagur. Hann er einhverfur og hefur frá ýmsu að segja.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

Markmið Styrktarfélags barna með einhverfu er að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

 

Hægt er að hringja í númerið 902-1010 og styrkja Bláan Apríl um 1.000 krónur. Einnig er hægt að styrkja félagið með ýmsum öðrum hætti.

„Einhverfan mín er bara hluti af mér og verður það alltaf“