„Það eru engir tveir eins“

Þetta er Dagur. Hann er einhverfur og hefur frá ýmsu að segja.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

Markmið Styrktarfélags barna með einhverfu er að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

 

Hægt er að hringja í númerið 902-1010 og styrkja Bláan Apríl um 1.000 krónur. Einnig er hægt að styrkja félagið með ýmsum öðrum hætti.

Aðalstyrktaraðili Blás Apríls 2017

Síminn var stærsti styrktaraðili átaksins árið 2017. Síminn lagði til upphæð sem nam fjölda þátta og kvikmynda sem horft var á í Sjónvarpi Símans Premium í apríl.

Blái dagurinn

Þriðjudaginn 4. apríl 2017 var Blái dagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi. Árlega hvetjum við vinnustaði, skóla og stofnanir til að hafa bláa litinn í heiðri á Bláa deginum, að fólk klæðist bláum fötum og veki þannig athygli á góðum málstað.

Endilega takið myndir og deilið þeim á Facebook síðu félagsins og á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril.