Blár apríl 2020

Dagur einhverfunnar er 2. apríl

Undirbúningur fyrir aprílmánuð er í fullum gangi og við hvetjum alla til að merkja við 2. apríl, aljóðlegan dag einhverfu, á dagatalinu. Þann dag klæðumst við bláu og fræðumst um einhverfurófið.

photo-02-04-2019-19-43-39

Dansað til góðs á degi einhverfunnar

dagur_2000x1200-01

2. apríl er dagur einhverfunnar

Ferðalag um heim einhverfunnar

Ég er unik kynnir nú nýja fyrirlestra fyrir kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða og aðra sem starfa með börnum á einhverfurófi. Þátttakendur fá ekki aðeins fræðslu um hvað er einhverfa og hvernig einkennin birtast, heldur einnig hvers vegna. Það hjálpar þeim að bregðast rétt við þeim ólíku aðstæðum sem koma upp við krefjandi aðstæður í skólanum.

Blár apríl styrkir verkefnið í von um að það komist á dagskrá í sem flestum skólum. Við hvetjum skólastjórnendur til að setja sig í samband við Aðalheiði og fá hana í heimsókn í vetur.

Reykjavíkurmaraþon 2019

1.930.500 kr.

Áheitasöfnunin í Reykjavíkurmaraþoni sló öll met í ár, en 77 hlauparar söfnuðu 1.930.500 kr. fyrir félagið! Við erum orðlaus af þakklæti! Næsta skref er að skipuleggja starf vetrarins þannig að þetta fé komi að sem mestu gagni fyrir börn á einhverfurófi og fjölskyldur þeirra.

Takk fyrir stuðninginn!

Dagur

María

Bláa nælan

photo-front

Bláu sokkanir

55451745_657256638039759_7673204750728298496_n

Næstu námskeið

Viltu fá að vita þegar við opnum á skráningu á næsta námskeið? Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita um leið.

„Það eru engir tveir eins“

Þetta er Dagur. Hann er einhverfur og hefur frá ýmsu að segja.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

Markmið Styrktarfélags barna með einhverfu er að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

 

Hægt er að hringja í númerið 902-1010 og styrkja Bláan Apríl um 1.000 krónur. Einnig er hægt að styrkja félagið með ýmsum öðrum hætti.

„Einhverfan mín er bara hluti af mér og verður það alltaf“