Hlaupastyrkur 2020

Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon þetta árið, en hver og einn gat skráð sig og safnað áheitum fyrir sitt góðgerðarfélag. 74 velunnarar hétu á hlauparana og söfnuðust samtals 271.000 krónur. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!

95015824_830229240720566_2913881052567044096_n

Styrkur til Arnarskóla

Þann 27. apríl 2020 færði Blár apríl Arnarskóla eina milljón króna að styrk. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálráðherra ásamt starfsfólki, nemendum úr Arnaskóla og stjórn Blás apríls voru viðstödd afendinguna. Nemendur sýndu gestum skólalóðina en styrkurinn fer í uppbyggingu á henni.

Vanalega stendur félagið fyrir viðburðum í apríl til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi en í samkomubanni var ekki margt í boði. Tekin var ákvörðun um að velja eitt verkefni til að styrkja og varð Arnarskóli fyrir valinu.

Arnarskóli er skólaþjónusta fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik á grunnskólaaldri. Skólinn er mikilvæg viðbót við skólakerfið á Íslandi og þar er sérhæfð þjónusta í boði fyrir hóp fatlaðra barna. Arnarskóli er í húsnæði sem byggt var fyrir fötluð börn og nýtist skólanum sérstaklega vel. Nú þegar hefur mikið verið lagt í að aðlaga húsnæðið enn betur að starfseminni og stendur til að fjárfesta í skólalóðinni þar sem styrkurinn kemur að góðum notum.

Bláa nælan

photo-front

Bláu sokkanir

55451745_657256638039759_7673204750728298496_n

Ferðalag um heim einhverfunnar

Ég er unik kynnir nú nýja fyrirlestra fyrir kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða og aðra sem starfa með börnum á einhverfurófi. Þátttakendur fá ekki aðeins fræðslu um hvað er einhverfa og hvernig einkennin birtast, heldur einnig hvers vegna. Það hjálpar þeim að bregðast rétt við þeim ólíku aðstæðum sem koma upp við krefjandi aðstæður í skólanum.

Blár apríl styrkir verkefnið í von um að það komist á dagskrá í sem flestum skólum. Við hvetjum skólastjórnendur til að setja sig í samband við Aðalheiði og fá hana í heimsókn í vetur.

Reykjavíkurmaraþon 2019

1.930.500 kr.

Áheitasöfnunin í Reykjavíkurmaraþoni sló öll met í ár, en 77 hlauparar söfnuðu 1.930.500 kr. fyrir félagið! Við erum orðlaus af þakklæti! Næsta skref er að skipuleggja starf vetrarins þannig að þetta fé komi að sem mestu gagni fyrir börn á einhverfurófi og fjölskyldur þeirra.

Takk fyrir stuðninginn!

Dagur

María

Næstu námskeið

Viltu fá að vita þegar við opnum á skráningu á næsta námskeið? Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita um leið.

„Það eru engir tveir eins“

Þetta er Dagur. Hann er einhverfur og hefur frá ýmsu að segja.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

Markmið Styrktarfélags barna með einhverfu er að vekja athygli á einhverfu og safna fé sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein áhrif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra.

Hægt er að hringja í númerið 902-1010 og styrkja Bláan Apríl um 1.000 krónur. Einnig er hægt að styrkja félagið með ýmsum öðrum hætti.

„Einhverfan mín er bara hluti af mér og verður það alltaf“